22.10.2008 | 10:11
Hildur Björk fatahönnuður
Reykjavík 22. okt. 2008
Hildur Björk Yeoman
Einhverstaðar í Reykjavík
Efni: Áhugi á hönnun þinni
Sæl Hildur.
Skemmtilegt að heyra að það verður fjallað um þig og hönnun þína í nýjasta hefti tímaritsins Vogue í Portúgal. Ég hef mikinn áhuga á fatahönnun, teikningum og þessháttar og því sem þú ert að gera, aldrei að vita hvort maður fari bara í Listaháskóla Íslands. En það væri gaman að vita hvernig þú færð þessar hugmyndir, koma þær bara allt í einu til þín eða ertu lengi að vinna með þær og pæla í þeim? En ótrúlegt að þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur sýnir tískuteikningar hérlendis og vonandi verða þeir miklu fleiri í framtíðinni.
Kveðja Sara Katrín
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 00:50
Dorrit Moussaieff
Jæja þið þekkið nú öll hana Dorrit enda ekki auðvelt að taka ekki eftir henni. Veit ekki hvort þið eruð með eða á móti en mér finnst hún ótrúleg það sem henni dettur í hug að gera og það sjálf forsetafrúin. Þegar maður heyrir orðið forsetafrú þá sér maður fyrir sér voða fín frú sem er kurteis, vel til fara, tignarleg og siðuð. Dorrit er aðeins frábrugðin enda held ég að Ólafur sé smeykur um hvað hún taki uppá að gera næst. Mér fannst lýsa henni best hvað hún er frjáls af sér þegar hún var í fréttaviðtali með Ólafi og allt í einu var hún búin að ná upptökuvélinni af sjónvarpsfréttamanninum og farin að taka fréttina upp sjálf og kallaði svo til Ólafs " Olavur ! see what I can do " það er allavega ekki lognmolla þar sem Dorrit er og börnin eru sérstaklega hennar bestu vinir. Annaðhvort fílar maður hana í botn eða þolir hana alls ekki en ég held að ég fíli hana bara. Hver er þín skoðun?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2008 | 15:37
Svoldið skrítið
Þið hafið kannski heyrt um þetta, en Kate Hudson 29 ára væri tilbúin að gera næstum þvi hvað sem er til að fá krefjandi hlutverk og segist vera reiðubúin að koma fram nakin. Hún er samt svo fríð að hún þarf ekkert að fækka fötum.
En það er ekkert svakalegt það eru nú flestir naktir í þessum bíómyndum en ég veit ekki með ykkur en mér finnst svoldið skrítið að henni líður best nakinni og finnst gott að vera þannig heima hjá sér eða bara í nærbuxum. Hlýtur þá að þrífa extra mikið áður enn gestir koma í heimsókn ekki gaman að setjast í sófa sem hún er búin að sitja nakin í kannski er ég bara svona skrítin eða hvað ?
Reiðubúin að koma nakin fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2008 | 10:10
Kirsten Dunst
Hvað er málið með Kirsten Dunst?
Fyrst segist hún ætla að leika í 4 og 5 frammhaldsmynd um Spider-Man sem Sony Pictures ætlar að taka upp kvikmyndirnar. Hún fer með hlutverk Mary Jane vínkonu kóngugóarmannsins.
En svo hefur hún hins vegar dreigið í land og segist nú ekki staðfesta neitt.
Ég hef nú ekkert á móti henni en þetta hljómar eins og hún vilji fá meiri athyggli og þetta kallar bara á meira drama.
Kirsten Dunst verður með í næstu mynd um kóngulóarmanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2008 | 09:59
Vikan bara hálfnuð
Eins og flestir vita þá er búið að vera snar brjálað veður og mun það halda áfram. Veit ekki með ykkur en ég verð alltaf svolítið dösuð í svona óveðri tekur mikið á að halda sér á jörðinni þegar maður fer út. En eins og líðan mín er núna vildi ég óska að það væri komin helgi er að deiga úr þreytu. Hef ekki náð að sofa nóg út að prófum og miklu heimanámi svo var ég að prófa nútíma og klassískan ballett og er hann í 4 tíma á dag. Enda var ég alveg búin eftir fyrsta tímann Ég væri núna svo til að fara heim leggjast í sófann og horfa á eitthvað skemmtilegt með gott að drekka og nammi er algjör nammigrís, svo kannski dottar maður aðeins það væri frábært. Þetta á eftir að vera mjög langur dagur hjá mér í dag, því ég er að æfa á píanó og því fylgir tónheyrn, tónlistarsaga og hljómfræði gg leiðinleg fög. Allavega þá fer ég beint eftir skóla í nýja tónlistarskólann kl hálf 4 og verð til 7 gaman,gaman... NOT svo á að vera þessi æfing í ballett eftir það en ég held að ég sleppi því, en ætla að fara að gera eitthvað ekki veitir af........
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2008 | 16:41
Betra er seinnt en aldrei =D
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)